Rjómalöguð sveppasósa
Afar einföld og góð sveppasósa sem hentar einstaklega vel með vegan Hátíðarsteikinni.
- 1 askja sveppir (250g)
- Vegan smjör til steikingar
- 500 ml vegan matreiðslurjómi (til dæmis frá Oatly)
- 1/2 - 1 dós vegan rjómaostur (til dæmis frá Oatly)
- 1 sveppateningur eða fljótandi sveppakraftur
- Vatn og hveiti til að þykkja sósuna.
- Hitið smjör í potti, skerið sveppina niður og steikið. Gott getur verið að bæta við örlitlu vatni ef sveppirnir byrja að festast við botninn á pottinum.
- Bætið sveppakraftinum út í pottinn þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir og hafa rýrnað svolítið. Bæði er hægt að nota fljótandi kraft eða tenging en þá þarf að láta tenginginn leysast upp í soðinu sem hefur myndast í pottinum.
- Hellið rjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp.
- Bætið rjómaostinum við og hrærið á meðan hann bráðnar.
- Hristið saman svolítið af hveiti og vatni og hellið út í pottinn í mjórri bunu á meðan hrært er í sósunni þar til hún hefur náð þeirri þykkt sem þið kjósið.
- Smakkið til með pipar og sveppakrafti en sumum finnst gott að setja ögn af soya sósu til að fá aukið bragð.