Fylling
Góð fylling sem hentar einstaklega vel með vegan Hátíðarsteikinni.
- 200g sætar kartöflur
- 100g sveppir
- 1 stilkur sellerí
- 1 lítil rauð paprika
- 100g fennell
- 1 lítill rauðlaukur
- 100g brauðteningar kryddaðir
- 100g haframjöl
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk múskat
- Salt og pipar eftir smekk
- 50ml olive olía
Aðferð:
- Allt grænmeti er skorið niður í grófa bita, sett í skál og blandað saman með haframjöli og brauðteningum.
- Kryddað með múskati, papriku, salt og pipar.
- Olíunni blandað við og inn í ofn.
- Bakað við 180°C í 45 til 60 mín eða þangað til sætu kartöflurnar eru orðan mjúkar í gegn.
- Smakkað til með salti og pipar að lokum.