Um okkur
Saga Feed the Viking hófst á stormasama vetrarnótt uppi á heiði, þegar björgunarsveitin var kölluð út til að aðstoða örmagna göngufólk. Stofnandi fyrirtækisins, Friðrik Guðjónsson, var með poka af amerísku beef jerky í vasanum sem hann lét ganga á milli. Jerky-ið gaf fólkinu næga orku til að komast niður af fjallinu og þá kviknaði hugmyndin.
Friðrik sá tækifæri í að þróa eigið jerky úr íslensku hráefni, hágæða lambakjöti, nautakjöti og villtum fiski. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 og hefur síðan þá þróað alvöru ferðamat fyrir íslenskar aðstæður.
Í dag býður Feed the Viking upp á úrval af útilegumáltíðum, jerky og frostþurrkuðu sælgæti. Vörurnar eru léttar í bakpokann, bragðmiklar og gerðar fyrir fólk sem er á ferðinni. Hvort sem það er í fjallgöngu, í vinnunni eða á ferðalagi.
Markmið okkar er að auka verðmæti afurða íslenskra bænda og sjávarútvegs. Með því að bjóða upp á hreinar og öflugar vörur úr íslensku hráefni kynnum við ekki aðeins okkar eigin vöru, heldur Ísland sjálft á erlendum vettvangi.
Sýn okkar
Við sækjum innblástur í ríka matarmenningu Íslendinga, þar sem varðveisla matvæla hefur verið hluti af lífsbaráttunni í yfir 1200 ár. Feed the Viking sameinar þessa hefð við nútímalega framleiðslutækni til að búa til vörur úr sömu grunnhráefnum og forfeður okkar treystu á: íslensku lambakjöti og villtum þorski.
Útkoman er næringarríkur matur með náttúrulegu próteini, lágum sykri og kolvetnum, og löngu geymsluþoli. Fullkomið fyrir nútíma fólk á ferðinni.