Um okkur
Fyrirtækið nýtti síðastliðið ár í vöruþróun og framleiðir nú einnig útilegu súpur. Fyrirtækið býður uppá fjórar tegundir af jerky og 3 tegundir af útilegusúpum. Fyrirtækið er með vörur í stöðugri vöruþróun þannig að það er aldrei að vita hvað þeir bjóða upp á næst. Áhugi á veganfæði hefur verið ofarlega á baugi undanfarið og verið er að stofna nýja vegan vörulínu undir nafninu the Optimistic food group sem fer í búðir nú í sumar. Þannig að fylgist vel með.
Markmið Feed the Viking er að auka verðmæti afurða íslenskra bænda og í sjávarútvegi. Fyrirtækið telur að með því að flytja út íslenska vöru úr hreinu hágæða hráefni sé það ekki einungis að kynna eigin vöru heldur einnig að kynna Ísland á erlendum vettvangi.