Um okkur

Saga Feed the Viking hófst stormasama nótt, uppi á heiði þegar björgunarsveitin var kölluð út til að sinna örmagna göngufólki uppi á fjalli. Stofnandi fyrirtækisins var með poka af nauta jerky í vasanum sem hann lét ganga og jerky-ið gaf göngufólkinu næga orku til þess að ganga niður í bílana. 
Eftir þessa reynslu fékk stofnandi fyrirtækisins hann Friðrik Guðjónsson áhuga á því að þróa sitt eigið jerky úr hreinu íslensku hráefni. Hann fékk Ara vin sinn sem er kokkur í lið með sér og þeir fóru að gera tilraunir inni í bílskúr. Saman þróuðu þeir nauta, lamba og fisk jerky-ið sem nú er til sölu. Þannig var fyrirtækið til árið 2016.

Fyrirtækið nýtti síðastliðið ár í vöruþróun og framleiðir nú einnig útilegu súpur. Fyrirtækið býður uppá fjórar tegundir af jerky og 3 tegundir af útilegusúpum. Fyrirtækið er með vörur í stöðugri vöruþróun þannig að það er aldrei að vita hvað þeir bjóða upp á næst. Áhugi á veganfæði hefur verið ofarlega á baugi undanfarið og verið er að stofna nýja vegan vörulínu undir nafninu the Optimistic food group sem fer í búðir nú í sumar. Þannig að fylgist vel með.

Markmið Feed the Viking er að auka verðmæti afurða íslenskra bænda og í sjávarútvegi. Fyrirtækið telur að með því að flytja út íslenska vöru úr hreinu hágæða hráefni sé það ekki einungis að kynna eigin vöru heldur einnig að kynna Ísland á erlendum vettvangi.  

Close (esc)

hello world

This local online store only ships to Iceland. Please visit our US store for more shipping options:

www.feedtheviking.com

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Innkaupakarfan þín

Karfan þín er tóm.
Versla núna